- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kjöri íþróttamanns ársins verður lýst í kvöld

Merki Samtaka íþróttafréttamanna.
- Auglýsing -

Kjöri íþróttamanns ársins verður lýst í 65. sinn í kvöld í þætti hjá RÚV sem hefst klukkan 19.40. Kosningu á meðal 30 félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna lauk rétt fyrir miðjan desember. Tveir handknattleiksmenn eru á meðal þeirra tíu sem eru efstir í kjörinu að þessu sinni, Aron Pálmarsson hjá Barcelona og Bjarki Már Elísson, Lemgo.
Listi með tíu efstu í kjörinu var opinberaður á Þorláksmessu. Þeir eru í stafrófsröð:

Anton Sveinn McKee, sund
Aron Pálmarsson, handknattleikur
Bjarki Már Elísson, handknattleikur
Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna
Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna
Ingibjörg Sigurðardóttir, knattspyrna
Martin Hermannsson, körfuknattleikur
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna
Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur

Einnig verður í kvöld upplýst um val á þjálfara ársins og á liði ársins. Handknattleiksþjálfarar og handknattleikslið hlutu ekki almennan hljómgrunn meðal félagsmanna Samtaka íþróttafréttamanna að þessu sinni og eru ekki á meðal þriggja efstu í hvorum flokki.

Átta handknattleiksmenn hafa frá 1956, þegar kjörinu var fyrst lýst, hlotið sæmdarheiti íþróttamaður ársins. Þeir eru:
1964 – Sigríður Sigurðardóttir
1968 – Geir Hallsteinsson
1989 – Alfreð Gíslason
1997 – Geir Sveinsson
2002 – Ólafur Stefánsson
2003 – Ólafur Stefánsson
2006 – Guðjón Valur Sigurðsson
2008 – Ólafur Stefánsson
2009 – Ólafur Stefánsson
2010 – Alexander Petersson
2012 – Aron Pálmarsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -