- Auglýsing -
Handknattleiksmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson kom til landsins síðdegis í gær með félögum sínum í U19 ára landsliði Íslands. Til stóð að Benedikt Gunnar yrði eftir í Króatíu þegar landsliðið fór heim að loknu Evrópumótinu vegna þess að von var á að lið Benedikts, Valur, léki tvo leiki við króatíska liðið RK Porec í Evrópukeppni á föstudag og á laugardag.
Eftir að staðfest var smit kórónuveiru í herbúðum Vals síðdegis á sunnudaginn var ákveðið að kalla Benedikt heim með landsliðinu vegna þess að alveg eins getur svo farið að fresta verði Evrópuleikjunum um viku, fram á aðra helgi.
- Auglýsing -