- Auglýsing -
- Auglýsing -

Komnir Porto eftir þrjár flugferðir

Guðmundur Þórður Guðmundsson rabbar við leikmenn fyrir æfingu um helgina. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla kom inn á hótel í Porto í Portúgal í kvöld vel ríflega hálfum sólarhring eftir að það fór af stað frá Keflavíkurflugvelli. Það er síður en svo einfalt að ferðast um Evrópu með fjölmennan hóp fólks og mikinn farangur um þessar mundir.  Frá Keflavík var flogið til Amsterdam og þaðan áfram til Zürich í Sviss. Frá Zürich var síðan flogið til Porto þar sem liðið verður í nánast í sóttkví fram að æfingu í keppnishöllinni á morgun.


Leikur Íslands og Portúgal í undankeppni EM fer fram í Porto á miðvikudagskvöldið.

Að sögn Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands, verður heimferðin einfaldari. Þökk sé Icelandair. Flogið verður frá Porto á fimmtudagsmorgun rakleitt til Amsterdam og þaðan heim til Íslands. „Icelandair bjargar okkur með heimferðina með því að breyta áætlun sinni frá Amsterdam þannig að við þurfum ekki að taka aukalegg milli Porto og Amsterdam eins og á útleiðinni. Kunnum við Icelandair kærar þakkir fyrir að liðka til fyrir okkur. Aðstoð fyrirtækisins er okkur afar mikilvæg eins og svo oft áður,” sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ við handbolta.is í kvöld.

Guðmundur Þórður Guðmundsson valdi 16 leikmenn til Portúgalsferðarinnar. Þeir eru:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 31/0
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 18/0
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo 71/165
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 18/31
Vinstri skyttur:
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 123/230
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson, Skjern 35/92
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 24/32
Janus Daði Smárason, Göppingen 46/66
Hægri skyttur:
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 181/719
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 47/129
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 11/21
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 114/332
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 28/52
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 52/69
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 145/178
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 42/20

Björgvin Páll Gústavsson, Elliði Snær Viðarsson, Kristján Örn Kristjánsson og Magnús Óli Magnússon urðu eftir heima. Björgvin Páll af fjölskylduástæðum.

Leikurinn ytra á miðvikudagskvöld hefst kl. 19.30 og verður í beinni útsendingu hjá RÚV. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -