- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kósovóar eygja möguleika á EM sæti

Leikmenn danska landsliðsins ánægðir eftir 16 marka sigur á Norður-Makedóníu í undankeppni EM í Álaborg í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Kósovóar komu heldur en ekki á óvart í dag þegar þeir unnu Rúmena örugglega í áttunda riðli undankeppni EM karla í handknattleik, 30:25, í Búkarest í dag. Eftir jafntefli þjóðanna í fyrri leiknum á fimmtudagskvöld í Pristina áttu fæstir von á að Rúmenar myndu tapa heimaleiknum, en sú varð raunin. Kósovóar voru sterkari í síðari hálfleik gegn stemningslausum Rúmenum sem einu sinn voru stórveldi á handknattleiksvellinum.


Kósóvó á nú raunhæfa möguleika á að komast í lokakeppni EM í janúar á næsta ári í Ungverjalandi og Slóvakíu.


Færeyingar voru óheppnir að ná ekki jafntefli á móti Úkraínumönnum í Þórshöfn eftir góðan endasprett. Lokatölur í Þórshöfn, 26:25, fyrir Úkraínumenn. Þetta var þriðji leikur Færeyinga í undankeppninni síðan á miðvikudaginn.


Bosníumenn opnuðu fyrir möguleika sína á sæti í lokakeppni EM með því að leggja máttlausa Austurríkismenn, 27:21, í Bugojna í Bosníu en þjóðirnar eru með Þjóðverjum og Eistlendingum í riðli. Þjóðverjar eru þegar öruggir áfram en þeir voru að leika í undankeppni Ólympíuleikanna um helgina.


Heimsmeistarar Danir brendu sig ekki á sama soðinu tvisvar. Eftir fjögurra marka tap fyrir Norður-Makedóníu í Skopje unnu Danir stórsigur í síðari leik þjóðanna í Álaborg í dag, 37:21.

2. riðill:
Bosnía – Austurríki 27:21
Staðan: Þýskaland 8(4), Bosnía 4(4), Austurríki 2(4), Eistland 2(4).

3. riðill:
Færeyjar – Úkraína 26:27
Tékkland – Rússland 27:27
Staðan: Rússland 6(4), Úkraína 5(4), Tékkland 3(3), Færeyjar 0(3).

4. riðill:
Litháen – Ísrael 31:28
Staðan: Portúgal 6(4), Ísland 4(3), Litháen 2(3), Ísrael 0(2).

5. riðill:
Pólland – Holland 26:27
Staðan: Slóvenía 5(3), Holland 5(4), Pólland 4(4), Tyrkland 0(3).

7.riðill:
Sviss – Finnland 32:30
Danmörk – Norður-Makedónía 37:21
Staðan: Danmörk 6(4), Norður-Makedónía 6(4), Sviss 4(4), Finnland 0(4).

8.riðill:
Rúmenía – Kósóvó 25:30
Staðan: Svíþjóð 6(3), Kósóvó 3(4), Rúmenía 3(4), Svartfjallaland 2(3).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -