- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kræktu í eitt stig og mjakast ofar

Gretar Ari Guðjónsson, handknattleiksmarkvörður franska liðsins Nice. Mynd/Cavigal Nice handball
- Auglýsing -

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, og samherjar hans í franska 1. deildarliðinu Nice gerðu í gærkvöld jafntefli, 29:29, við Massy Essonne á heimavelli. Nice var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12. Grétar Ari stóð á milli stanganna í um helming leiksins og varði fjögur skot ef marka má þá tölfræði sem birtist á síðu deildarinnar. Það gerir um 19% hlutfallsmarkvörslu.

Nice var lengst af með yfirhöndina í leiknum og hafði liðið m.a. fimm marka forskot þegar liðlega tíu mínútur voru til leiksloka, 25:20. Leikmenn Massy Essonne voru sterkir á lokakaflanum og höfðu nærri stolið sigrinum. Axel Oppedisano, liðsfélagi Grétars Ara, jafnaði metin úr vítakasti þegar 13 sekúndur voru til leiksloka. 

Nice er komið upp í áttunda sæti af 14 liðum eftir þunga byrjun í haust. Liðið er með sex stig eftir níu leiki. Massy Essonne á hinn bóginn í fjórða sæti með 13 stig. Nancy er efst, hefur fullt hús stiga að loknum átta leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -