- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kría gerði Víkingi ekki skráveifu

Víkingar verða hafna í öðru sæti í Grill 66-deildinni. Mynd/Víkingur - Finnbogi Sigur Marinósson
- Auglýsing -

Víkingar halda áfram að elta HK-inga eins og skugginn í toppbaráttu Grill 66-deildar karla í handknattleik. Jón Gunnlaugur Viggósson og lærisveinar létu leikmenn Kríu ekki slá sig út af laginu í kvöld í Víkinni þegar liðin mættust í næst síðustu umferð deildarinnar. Víkingur vann með sjö marka mun, 26:19, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:7.


Víkingar sækja Hörð heim til Ísafjarðar á föstudaginn í átjándu og síðustu umferð Grill 66-deildar karla. Margt bendir til þess að liðin mætist einnig í fyrstu umferð umspilsins um sæti í Olísdeildinni þegar að umspilinu kemur þar sem harla ólíklegt er að HK, sem er í efsta sæti Grill 66-deildarinnar tapi stigi gegn ungmennaliði Fram.


Kríumenn voru nokkuð frá því að setja strik í reikning Víkinga í kvöld. Heimamenn voru með tögl hagldir frá upphafi til enda. Ekki létti það Kríunni róðurinn á lokasprettinum að þeirra markahæsti leikmaður, Kristján Orri Jóhannsson, fékk sína þriðju brottvísun tíu mínútum fyrir leikslok hjá árvökulum dómurum leiksins, Bjarna Viggóssyni og Jóni Karli Björnssyni.


Mörk Víkings: Arnar Gauti Grettisson 6, Jóhannes Berg Andrason 4, Örn Ingi Bjarkason 3, Hjalti Már Hjaltason 3, Styrmir Sigurðsson 3, Logi Snædal Jónsson 2, Arnar Steinn Arnarsson 2, Sverrir Andrésson 1, Ólafur Guðni Eiríksson 1, Egidijus Mikalonis 1.
Mörk Kríu: Kristján Orri Jóhannsson 6, Filip Andonov 3, Viktor Orri Þorsteinsson 3, Viktor Andri Jónasson 3, Egill Ploder Ottósson 1, Gunnar Valur Arason 1, Arnar Jón Agnarsson 1, Vilhjálmur Geir Hauksson 1.

Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -