- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kría sótti ekki gull í greipar ungmenna á Selfossi

Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður Kríu, er markakóngur Grill 66-deildar karla 2020/2021. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Selfoss hefur ekki lagt árar í bát í Grill 66-deild karla. Síður en svo. Það undirstrikuðu leikmenn liðsins í dag þegar þeir unnu liðsmenn Kríu örugglega í Hleðsluhöllinni á Selfossi með sex marka mun, 34:28, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:11.


Um var að ræða annað tap Kríu í röð í vikunni og virðist liðið hafa aðeins misst flugið með vorkomunni og situr sem fastast í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig eftir 15 leiki. Ungmennalið Selfoss er í næsta sæti fyrir neðan með 14 stig.


Þrjár umferðir eru eftir í Grill 66-deildinni. Stöðuna er að finna hér.


Mörk Selfoss U.: Arnór Logi Hákonarson 9, Andri Dagur Ófeigsson 9, Sölvi Svavarsson 8, Arnar Freyr Steinarsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Einar Ágúst Ingvarsson 2.
Mörk Kríu: Kristján Orri Jóhannsson 9, Daði Laxdal Gautason 5, Henrik Bjarnason 3, Hlynur Bjarnason 3, Viktor Orri Þorsteinsson 2, Filip Andonov 2, Sigurþór Gellir Michaelsson 1, Alex Viktor Ragnarsson 1, Gunnar Valur Arason 1, Sigurður Egill Karlsson 1.

Kátt var á hjalla hjá leikmönnum Selfoss eftir leikinn eins og sést hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -