- Auglýsing -
- Auglýsing -

Króatar spara ekki stóru orðin eftir útreið á HM

Lino Cervar stýrði króatíska landsliðinu í síðasta sinn í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Króatískir fjölmiðlar spara síst stóru orðin í dag eftir að króatíska landsliðið féll úr keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gærkvöld eftir 12 marka tap fyrir heimsmeisturum Danmerku í lokaumferð milliriðlakeppninnar, 38:26. Þetta er stærsta tap Króata á heimsmeistaramóti auk þess sem árangurinn á mótinu er sá lakasti hjá karlalandsliðinu á stórmóti í 19 ár.


Večernji list segir að króatíska landsliðið hafi verið leitt til slátrunar í síðari hálfleik gegn Dönum. „Á 20 mínútna kafla í síðari hálfleik skoraði liðið aðeins fjögur mörk og minnti leikur þess frekar á landslið Úrúgvæ eða Kongó,“ segir sami fjölmiðill í morgun.


„Kennslustund“ segir Slobodna Dalmajica meðan 24sata segir liðið hafi verið rotað. „Hver ber ábyrgð?“ er einnig spurt í 24sata.


Flestir benda a hinn sjötuga þjálfara liðsins, Lino Cervar, sem stýrði landsliðinu í gær í síðasta sinn en hann lýsti yfir starfslokum sínum sem landsliðsþjálfari eftir fjögurra marka tap Króata fyrir Argentínu á laugardagskvöldið. Cervar var einnig landsliðsþjálfari á árunum 2002 til 2010 með frábærum árangri. Aðeins er ár liðið síðan Króatar léku til úrslita við Spánverja á EM.

„Stjóri, þakka þér fyrir árin og verðlaunin í gegnum tíðina. Það er leiðinlegt hvernig þessu lýkur. Þú hefur að minnsta kosti rétt fyrir þér að það sé kominn tími til að annar þjálfari taki við starfinu,“ skrifar Mladern Miletic m.a. í grein Večernji list.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -