- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kukobat hefur samið við HK til tveggja ára

Jovan Kukobat markvörður stendur á milli stanganna hjá HK næstu árin. Mynd/HK
- Auglýsing -

Handknattleiksmarkvörðurinn Jovan Kukobat hefur gengið til liðs við HK og af því tilefni ritað nafn sitt undir tveggja ára samning við félagið. Kukobat hefur undanfarin tvö ár leikið með Aftureldingu og átti m.a. stóran þátt í sigri Mosfellinga í Poweradebikarnum snemma árs 2023.

Kukobat, sem er 36 ára gamall Serbi, á að leysa af Sigurjón Guðmundsson markvörð sem er að flytja til Þrándheims í Noregi eins og handbolti.is sagði frá í gær.

Kukobat gjörþekkir íslenskan handknattleik eftir að hafa verið hér landi meira og minna frá 2012. Lengst af lék hann með Akureyri handboltafélagi, KA og Þór. Hann færði sig suður 2021 og lék með Víkingi í eitt ár áður en hann gekk til liðs við Aftureldingu. HK verður þar með sjötta liðið sem Kukobat leikur með hér á landi.

„Ásamt því að vera markvörður meistaraflokks karla mun Jovan koma til með að aðstoða við þjálfun yngri markmanna hjá félaginu en það mun styrkja enn frekar það öfluga yngri flokkastarf sem fer fram hjá HK,“ segir m.a. í tilkynningu handknattleiksdeildar HK í dag.

HK hélt sæti sínu í Olísdeildinni í vor eftir kapphlaup við Víking og Selfoss við að forðast fall. Halldór Jóhann Sigfússon tók við þjálfun karlaliðs HK í vor af Sebastian Alexanderssyni og Guðfinni Kristmannssyni. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannhópi liðsins og er koma Kukobat nýjast viðbótin en nánar er hægt að skoða breytingar á hlekknum hér fyrir neðan.

Karlar – helstu félagaskipti 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -