- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kveðjuleikur gegn næstu samherjum

Guðmundur Bragi Ástþórsson sækir að vörn Stjörnunnar í leik með Aftureldingu í haust. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Allt bendir til þess að Guðmundur Bragi Ástþórsson leiki kveðjuleik sinn með Aftureldingu í Olísdeild karla á Ásvöllum á föstudagskvöld gegn væntanlegum samherjum sínum í Haukum.


Haukar lánuðu Guðmund Braga til Aftureldingar fyrir keppnistímabilið í haust. Eftir því sem handbolti.is kemst næst miðaðist samningurinn við að Guðmundur Bragi snúi aftur heim til Hauka um áramótin. Haukar eru ákveðnir í að fá piltinn til baka enda er hann samningsbundinn þeim auk þess sem hlutverk er fyrir hann í Hafnarfjarðarliðinu.

Guðmundur Bragi var einnig á láni hjá Aftureldingu í um mánaðartíma snemma á árinu. Hann mátti ekki leika með Aftureldingu í gærkvöld gegn Stjörnunni í Coca Cola-bikarnum. Þátttaka hans í leiknum hefði útilokað að hann ætti þess að kost að taka þátt Coca Cola-bikarnum með Haukum þegar 16-liða úrslit keppninnar fara fram í febrúar. Aðeins er heimilt að leika með einu liði í bikarkeppninni á hverju tímabili.


Guðmundur Bragi, sem var í stóru hlutverki hjá U19 ára landsliðinu Íslands á EM í sumar, er markahæsti leikmaður Aftureldingar í Olísdeildinni með 72 mörk auk þess að hafa átt 3,5 stoðsendingar að jafnaði í leik samkvæmt tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -