- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kveður Bietigheim í annað sinn

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Bietigheim t.v. Mynd/Bietigheim
- Auglýsing -

Handknattleiksmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson verður ekki áfram í herbúðum þýska 2. deildarliðsins Bietigheim að loknu yfirstandandi keppnistímabil. Félagið hefur samið við Konstantin Poltrum sem nú leikur með Coburg í 1. deild og á að leysa Hafnfirðinginn af. Einhver uppstokkun verður á leikmannahópi liðsins í sumar auk þess sem þjálfarinn Hannes Jón Jónsson heldur ekki áfram og Spánverjinn Iker Romero tekur við.


Aron Rafn sagði við handbolta.is í hádeginu að það væri stutt síðan að honum var tilkynnt að það yrði samið við hann til lengri tíma. Þetta verður í annað sinn sem Aron Rafn kveður Bietigheim sem er með bækistöðvar í Stuttgart.


„Mér var tilkynnt um þetta nýlega. Nú er ég að líta í kringum mig og sjá hvað er í boði,“ sagði Aron Rafn við handbolta.is sem vildi ekki tjá sig um orðróm þess efnis að hann væri á heimleið til sín gamla félags, Hauka.


Aron Rafn, sem á að baki 84 A-landsleiki, kom til Bietigheim fyrir um ári frá HSV Hamburg þegar félögin skiptust á markvörður en hjá Hamburg hafði Aron verið síðan sumarið 2018 eftir að hafa orðið Íslands-, bikar-, og deildarmeistari með ÍBV um vorið og verið valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.


Aron Rafn er 32 ára gamall og lék með Haukum frá 2008 til 2013. Þá hleypti hann heimdraganum og var með Guif í Svíþjóð, Aalborg Håndbold í Danmörku og Bietigheim frá 2013 til 2017.

Aron Rafn verður í eldlínunni í kvöld þegar Bietigheim sækir Dormagen heim í þýsku 2. deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -