- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kveður Vestmannaeyjar og fer til Svíþjóðar

Lina Cardell, ÍBV, á auðum sjó í leik í KA-heimilinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Hornakonan sænska, Linda Cardell, kveður Vestmannaeyjar eftir keppnistímabilið og flytur heim til Svíþjóðar. Hún hefur samið við Kärra HF en félagið greinir frá þessu í dag.


Kärra HF féll úr sænsku úrvalsdeildinni á dögunum. Þar stendur til að stokka upp spilin og taka að því búnu stefnuna rakleitt upp í úrvalsdeild á nýjan leik.
Cardell gekk til liðs við ÍBV haustið 2020 og hefur síðan vart misst úr leik með ÍBV.

Cardell kom til ÍBV úr akademíu IK Sävehof og hafði þá leikið um fimm tugi leikja með liðinu en fyrstu skref sín á handboltavellinum steig Cardell með Malmslätts HF.


Cardell hefur skorað 57 mörk í 18 leikjum með ÍBV í Olísdeildinni á yfirstandandi leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -