- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lærðum mikið af tapinu

Elías Már Halldórsson kveður nú HK sem Olísdeildarlið. Mynd/Fjölnir, Þorgils G.
- Auglýsing -


„Við lærðum virkilega mikið á tapleiknum við Fjölni um síðustu helgi og tókum það með okkur í þennan leik. Og í raun hefði sigurinn getað orðið enn stærri en raun varð á,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari karlaliðs HK, við handbolta.is eftir sigurinn á Víkingi, 31:22, í Grill 66-deild karla í handknattleik í gær en leikið var í Kórnum í Kópavogi.

„Við vorum mjög ósáttir við leikinn á móti Fjölni og fórum vel yfir það í síðustu viku og það skilaði sér í mjög góðri frammistöðu bæði í vörn og sókn í leiknum,“ sagði Elías Már ennfremur en HK var með átta marka forskot í hálfleik, 15:7.


Þar með hefur HK unnið tvo leiki en tapaði einum í þremur fyrstu umferðum deildarinnar. Víkingar eru í sömu stöðu.


Fjölnir og Kría eru taplaus en eiga tvo leiki að baki.
Áfram verður leikið í Grill 66-deild karla í dag. Þá verða eftirtaldir leikir á dagskrá:
Origohöllin: Valur U – Kría, kl. 15
Torfnes: Hörður – Fram U, kl. 16 – bein útsending á youtuberás Viðburðastofu Vestfjarða.
Schenkerhöllin: Haukar U – Vængir Júpíters, kl. 18 – sýndur á Haukartv
Hleðsluhöllin: Selfoss U – Fjölnir, kl. 19.30 – sýndur á Selfosstv.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -