- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lærisveinar Guðjóns Vals treystu stöðu sína

Guðjón Valur Sigurðsson fylgist með sínum mönnum á æfingu í sumar. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar halda áfram á sigurbraut í þýsku 2. deildinni í handknattleik en í kvöld unnu þeir Wilhelmshavener, 32:28, á heimavelli. Með sigrinum treysti Gummersbach stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með 27 stig, er tveimur stigum á eftir toppliði HVS Hamburg. N-Lübbecke, sem var stigi á eftir Gummersbach, fyrir leikinn tapaði í kvöld fyrir Dormagen á heimavelli.


Elliði Snær Viðarsson er úr leik vegna meiðsla og lék ekki með Gummersbach.


Aron Rafn Eðvarðsson lék í 23 mínútur í marki Bietigheim og varði þrjú skot þegar liðið tapaði fyrir Konstanz, 27:23, á útivelli.


Úrslit annarra leikja:
Emsdetten – Rimpar 36:26
Grosswallstadt – Dessauer 28:24
Hüttenberg – Eisenach 29:24
Lübeck-Schwartau – Elbflorenz 18:32
N-Lübbecke – Dormagen 19:27
Hamm-Westfalen – Hamburg 29:32

Staðan í 2. deild:
Hamburg 39(23), Gummersbach 37(23), N-Lübbecke 34(23), Elbflorenz 28(23), Lübeck-Schwartau 27(22), Dormagen 25(21), Grosswallstadt 25(24), EHV Aue 23(22), Dessauer 21(23), Eisenach 21(24), Hamm-Westfalen 20(21), Rimpar Wölfe 19(23), Bietigheim 19(23), Hüttenberg 19(24), Wilhelmshavener 17(24), Emsdetten 16(23), Konstanz 15(22), Ferndorf 12(17), Fürstenfeldbruck 11(23).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -