- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lánaður á ný til Aftureldingar

Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Aftureldingu í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Haukar hafa tímabundið lánað hinn efnilega handknattleiksmann, Guðmund Braga Ástþórsson, til Aftureldingar. Hann lék með Aftureldingarliðinu í kvöld er það mætti Haukum í Hafnarfjarðarmótinu og tapaði 33:30. Fram kemur í tilkynningu á Facebook síðu Hauka að um tímabundið lán sé að ræða og enginn sérstakur tími tilgreindur.


Guðmundur Bragi þekkir vel til í herbúðum Aftureldingar en hann var þar að láni í mánuð snemma á þessu ári og lék við hvern sinn fingur.


Auk þess að leika í um mánuð með Aftureldingu á síðustu leiktíð var Guðmundur Bragi kjölfestan í ungmennaliði Hauka í Grill66-deildinni og var í mótslok í júní valinn efnilegasti leikmaður Grill 66 deildarinnar. Einnig varð hann Íslandsmeistari með 3. flokki félagsins þar sem hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins.


Guðmundur Bragi kom til landsins á mánudaginn eftir að hafa leikið með U19 ára landsliðinu á Evrópumótinu í Króatíu hvar íslenska liðið hafnaði í áttunda sæti. Hann var einn burðarása íslenska liðsins í keppninni.


„Haukar óska Guðmundi góðs gengis í Mosfellsbænum og hlakka til að fá hann aftur reynslunni ríkari,“ segir í tilkynningu sem birtist fyrir stundu á Facebook síðu Hauka.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -