Kvennalandsliðið í handknattleik fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun með flugi til Noregs þar sem fyrir dyrum stendur þátttaka á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð frá 29. nóvember til 17. desember.
Tólf áru eru liðin síðan Ísland var í fyrsta og eina skiptið þátttakandi í heimsmeistaramóti kvenna, A-liða. Þátttakan nú er þar með stór áfangi fyrir handknattleik hér á landi.
Átján leikmenn auk þjálfara, liðsstjóra, læknis og sjúkraþjálfara fór með flugi til Óslóar í bítið. Alvaran er framundan, æfingamót, æfingar og síðan þátttakan á heimsmeistaramótinu.
Áður en flautað verður til fyrsta leiks Íslands á HM 30. nóvember í Stavangri gegn landsliði Slóveníu tekur íslenska liðið þátt í fjögurra liða móti í Noregi, kallað Posten Cup, eða póstbikarinn.
Fimmtudagur til sunnudags
Mótið hefst á morgun í Hamri og heldur áfram á laugardag og sunnudag í Ólympíuhöllinni í Lillehammer. Auk Íslands taka þátt heims- og Evrópumeistarar Noregs, Afríkumeistarar Angóla og Pólverjar. Allt þátttökuþjóðir á HM. Angóla verður verður með Íslandi í riðli HM.
- Leikjadagskrá Posten Cup 23. – 26. nóvember:
Fimmtudagur, Hamar:
Kl. 15.45: Pólland – Ísland.
Kl. 18.15: Noregur – Angóla.
Laugardagur, Lillehammer:
Kl. 15.45: Noregur – Ísland.
Kl. 18.15: Angóla – Pólland.
Sunnudagur, Lillehammer:
Kl.13.45: Noregur – Pólland.
Kl.16.15: Ísland – Angóla.Allir leiktímar eru miðað við klukkuna á Íslandi. - – RÚV sýnir leiki Íslands á mótinu.
- – Handbolti.is hyggst eftir megni fylgjast með leikjum Íslands á mótinu.
HM-hópurinn
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (44/1).
Hafdís Renötudóttir, Valur (45/2).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (41/46).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (11/5).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (40/48).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (4/11).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (96/108).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (6/8).
Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (0/0).
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (5/0).
Lilja Ágústsdóttir, Val (10/4).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (34/53).
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (22/95).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (77/59).
Thea Imani Sturludóttir, Val (64/124).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (38/21).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (123/348).
Starfsfólk:
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari.
Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarþjálfari.
Hlynur Morthens, markvarðaþjálfari.
Hjörtur Hinriksson, styrktarþjálfari.
Þorbjörg J. Gunnarsdóttir, liðsstjóri.
Jóhann Róbertsson, læknir.
Jóhanna Gylfadóttir, sjúkraþjálfari.
Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari.