- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðið lagt af stað í langferð i forkeppni HM

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari segir leikmönnum til á æfingu. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið í handknattleik tekur þátt í forkeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu á næsta föstudag, laugardag og á sunnudag. Íslensku landsliðskonurnar héldu af landi brott snemma í morgun ásamt fríðu föruneyti. Framundan er langt og strangt ferðalag sem hefst með flugi til Stokkhólms, þaðan til Kastrup í Kaupmannahöfn. Eftir nokkurra klukkustunda stans á Kastrup heldur hópurinn áfram með flugi til Vínarborgar þaðan sem lagt verður upp í síðasta legg ferðarinnar til Skopje, höfuðborgar Norður-Makedóníu.


Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands sem er með í för, sagði í samtali við handbolta.is í gær reikna með að hópurinn verði kominn inn á hótel í Skopje upp úr í klukkan 2 aðfaranótt mánudags gangi áætlanir eftir.


Íslenska liðið fær góðan tíma til æfinga saman í Skopje áður en fyrsti leikur forkeppninnar verður á föstudagskvöld gegn landsliði Norður-Makedóníu. Daginn eftir leikur íslenska landsliðið á móti liði Grikkja og loks við Litháen á sunnudaginn. Tvö af fjórum liðum komast áfram í umspilsleiki um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í desember. Það er því eftir miklu að slægjast.

Undirbúningur íslenska landsliðsins hófst á föstudaginn með æfingu og eins var æft í gær undir stjórn Arnars Péturssonar landsliðsþjálfara. Þráðurinn verður tekinn upp í Skopje á morgun.


Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru á Keflavíkurflugvelli í morgun og á æfingum landsliðsins síðustu daga.

Landsliðskonur með ungum aðdáanda á Keflavíkurflugvelli í morgun. Fremri röð f.v. Saga Sif Gísladóttir og Ásdís Guðmundsdóttir. Aftari röð f.v. Thea Imani Sturludóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Steinunn Björnsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir. Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ

Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ
Ragnheiður Júlíusdóttir, Arnar Pétursson, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Sigríður Hauksdóttir og Sunna Jónsdóttir. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -