- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðsmarkvörður Japans mætir á Hlíðarenda

Japanski markvörðurinn Motoki Sakai í leik með japanska landsliðinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Japanski landsliðsmarkvörðurinn í handknattleik karla, Motoki Sakai, hefur skrifað undir eins árs samning við Val og gengur til liðs við félagið að loknum Ólympíuleikum. Valur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag.


Motoki er fæddur í nóvember árið 1995 og kemur frá Toyoda Gosei Blue Falcon í heimalandinu þar sem hann hefur spilað undanfarin þrjú ár.


Motoki er 193 sentímetrar á hæð og bindur þjálfarateymið miklar vonir við komu hans til liðsins, segir í tilkynningu Vals.

Motoki verður m.a. í eldlínunni á Ólympíuleikunum næstu nótt þegar japanska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðssonar, mætir landsliði Barein sem Aron Kristjánsson þjálfar.

Motoki myndar þar með markvarðarteymi Vals á komandi keppnistímabili ásamt Björgvin Páli Gústavssyni sem kom til félagsins í sumar frá Haukum. Það hefur orðið algjör breyting á markvarðastöðu Íslandsmeistaranna frá síðasta keppnistímabili þegar Martin Nágy og Einar Baldvin Baldvinsson stóðu vaktinu á milli stanganna. Nágý er farinn til Gummersbach í Þýskalandi og Einar Baldvin verður markvörður Gróttu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -