- Auglýsing -
- Auglýsing -

Laugardalshöll úr leik í mánuði eftir vatnsleka?

Leikur Íslands og Litháens á dögunum gæti hafa verið síðasti leikurinn sem fram fer í Laugardalshöll á næstunni. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson
- Auglýsing -

Verulega líkur eru til þess að Laugardalshöll verði lokuð fyrir æfingar og keppni næstu mánuði eftir að þúsundir lítrar af heitu vatni láku klukkustundum saman niður á gólfið og undir það í síðustu viku þegar lögn brast að kvöldi eftir að starfsfólk var farið frá vinnu.

Vísir.is greinir frá þessu.

Þar segir að líklega verði að skipta um gólfefni í íþróttasalnum en á honum er parket.

Ef Laugardalshöll verður lokuð næstu mánuði verður væntanlega ekki af því að íslenska landsliðið í handknattleik æfi í þar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fer í janúar.

Um leið er einnig óvíst hvar viðureign Íslands og Portúgals í undankeppni EM karla fer fram en ráðgert er að þjóðirnar leiði saman hesta sína í Laugardalshöll 10. janúar. Laugardalshöll er eina keppnishúsið á Íslandi sem hefur undanþágu frá Handknattleikssambandi Evrópu til að hýsa leiki í undankeppni stórmóta í karlaflokki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -