- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lausar úr sóttkví sólarhring fyrir fyrsta leik á EM

Leikmenn rúmenska landsliðsins fagna eftir sigur á Ungverjum á HM fyrir ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Rúmenska landsliðið í handknattleik kvenna, að einum leikmanni undanskildum, er laust úr sóttkví sem það hefur verið í síðan í gærmorgun að það kom til Danmerkur til þátttöku á EM í handknattleik. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfesti þetta í tilkynningu fyrir stundu.
Nú er rétt tæpur sólarhringur þar til rúmenska liðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu en það á að mæta þýska landsliðinu í upphafsleik keppninni í Kolding klukkan 17 á morgun.


Við komuna til Danmerkur í gærmorgun greindist Laura Moisa leikmaður rúmenska liðsins jákvæð af kórónuveirunni. Allt liðið, ásamt þjálfurum og aðstoðarfólki, fór þar með rakleitt í einangrun og í aðra sýnatöku í gærkvöld og enn eina í dag. Allir reyndust neikvæðir í bæði skipti og mega því taka upp þráðinn við undirbúning við fyrsta leik.
Moisa verður reyndar áfram í einangrun á hóteli fjarri samherjum sínum.

Á sunnudaginn, áður en rúmenska landsliðið lagði af stað, greindist Crina Pintea vera smituð. Hún varð þar með eftir í Búkarest.

Þýska landsliðið, sem mætir Rúmenum á morgun, er enn án aðalþjálfara síns, Henk Groener. Hann hefur ekki jafnað sig enn eftir að hafa smitast af kórónuveirunni á dögunum. Óvíst er að hann verði á hliðarlínunni Sydbank Arena í Kolding síðdegis á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -