- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leiðir skilja hjá Szeged og Stefáni Rafni

Stefán Rafn Sigurmannsson er orðinn liðsmaður Hauka á nýjan leik. Mynd/Pick Szeged
- Auglýsing -

Ungverska handknattleiksliðið Pick Szeged og hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson hafa náð samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins í dag þar sem Stefáni Rafni er þakkað fyrir framlag sitt til félagsins og óskað velfarnaðar.


Stefán Rafn hefur ekkert leikið með Pick Szeged á leiktíðinni og reyndar fáa leiki síðasta árið vegna iljarfellsbólgu sem hefur reynst afar þrátlát. Vegna þessara meiðsla varð það niðurstaða forráðamanna Szeged og Stefáns Rafns að láta gott heita í bili.

Stefán Rafn kom til Szeged sumarið 2017 eftir árs veru hjá Aalborg Håndbold. Hann lék með Rhein-Neckar Löwen frá 2012 til 2016 eftir að hafa leikið með Haukum í yngri flokkum og upp í meistaraflokk.

Með Pick Szeged varð Stefán Rafn ungverskur meistari 2018 og bikarmeistari árið eftir. Einnig skoraði hann 114 mörk fyrir liðið í Meistaradeild Evrópu og 278 mörk í ungversku deildakeppninni.

Stefán Rafn var síðast í íslenska landsliðinu á HM í Þýskalandi og í Danmörku fyrir tveimur árum. Hann á að baki 72 landsleiki og mörkin eru 96.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -