- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leik frestað á EM kvenna vegna smits í leikmannahópi

Ljubomir Obradovic, fráfarandi landsliðsþjálfari Serbíu í handknattleik kvenna. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Smit kórónuveiru hefur greinst hjá leikmanni á Evrópumeistaramótinu í handknattleik kvenna í Danmörku. Af þeim sökum hefur viðureign Serbíu og Hollands sem fram átti að fara annað kvöld, föstudag, verið frestað. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, sendi frá sér í kvöld.

Serbneska liðið kom til Danmerkur í morgun. Við skimun á landamærum greindist smit hjá einum leikmanni. Aðrir í hópnum reyndust neikvæðir. Sú smitaða hefur verið sett í einangrun fjarri sínum hóp.

Aðrir í hópnum fara á ný í skimun í fyrramálið og aftur á laugardagsmorgun, jafnvel þótt öll sýni sem tekin verða í fyrramálið reynist neikvæð. Þetta er gert í öryggisskyni en markmið EHF og mótshaldara er að koma eins og kostur í veg fyrir smit á mótinu.

Viðureign Serba og Hollendinga sem fram átti að fara annað kvöld í Kolding hefur verið frestað þangað til á laugardagskvöld en fer þó aðeins fram verði allir innan serbneska hópsins neikvæðir við skimun í fyrramálið og á laugardagsmorgun.

Eins og handbolti.is sagði frá fyrr í vikunni þá seinkaði serbneska landsliðið för sinn til Danmerkur um tvo sólarhringa eftir að grunur um að einhverjir innan hópsins væri smitaðir af kórónuveirunni. Til stóð að Serbar kæmu til Danmerkur á þriðjudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -