Þráðurinn verður tekinn upp í Coca Cola-bikarnum, bikarkeppni HSÍ, í september en keppni var frestað í vor eftir að með herkjum tókst að ljúka 32-liða úrslitum í karaflokki. Eftir að keppni var enn einu sinni frestað í lok mars var samþykkt að ýta Coca Cola-bikarnum fram á haustið og ljúka keppni með hraði.
Nú hefur verið ákveðið að sextán liða úrslit í karlaflokki fari fram 9. september og átta liða úrslit tveimur dögum síðar. Sextán liða úrslit í kvennaflokki verða leikin 10. september og átta liða úrslit 12. september.
Dagarnir frá 29. september til 3. október hafa verið teknir frá til leikja í undanúrslitum og úrslitaleikja í karla- og kvennaflokki.
Dregið var til sextán og átta liða úrslita í mars.
Í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars kvenna 10. september mætast:
ÍR – Haukar.
Selfoss – FH.
Grótta – ÍBV.
FjölnirFylkir – KAÞór.
HK – Valur.
Afturelding – Stjarnan.
Víkingur og Fram sitja yfir í 16-liða úrslitum.
Í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikars kvenna 12. september mætast:
Víkingur – Selfoss/FH.
Afturelding/Stjarnan – FjölnirFylkir/KAÞór.
Grótta/ÍBV – HK/Valur.
ÍR/Haukar – Fram
Í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla 9. september mætast:
Vængir Júpiters – KA.
Grótta – Stjarnan.
FH – Haukar.
Afturelding – ÍBV.
Kría – ÍR.
HK – Fram.
Víkingur – Valur.
Mílan – Fjölnir.
Í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla 11. september mætast:
Kría/ÍR – HK/Fram.
Grótta/Stjarnan – Vængir Júpiters/KA.
Afturelding/ÍBV – Mílan/Fjölnir.
Víkingur/Valur – FH/Haukar.
Fram er bikarmeistari í kvennaflokki og ÍBV í karlaflokki.
Keppni Coca Cola-bikarnum fyrir tímabilið 2021/2022 hefst í desember með 32-liða úrslitum. Frá 16.-20. febrúar 2022 er gert ráð fyrir að leikið verði í sextán og átta liða úrslitum með svipuðu sniði og gert verður í september. Undanúrslitaleikir og úrslitaleikir fara fram 9.-13. mars ásamt úrslitaleikjum Coca Cola-bikars yngri flokka.
- „Ég er mjög svekktur“
- HK lagði Íslandsmeistarana – annar sigur hjá Gróttu og Haukum
- Afturelding vann fyrsta leikinn í Grill 66-deildinni
- Ungversku meistararnir fara með tvö stig frá Berlín
- Janus Daði hrósaði sigri gegn gömlu samherjunum – níu marka tap Fredericia