- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikstaðir í forkeppni ÓL kvenna liggja fyrir

Tomas Axnér og liðsmenn sænska landsliðsins eiga væntanlega greiða leið á Ólympíuleikana næsta sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þegar heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik lauk á sunnudaginn varð ljóst hvernig raðast niður í riðlana þrjá í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer 11. – 14. apríl á næsta ári. Í dag var tilkynnt hvar leikir riðlakeppninnar fara fram. Ungverjar, Spánverjar og Þjóðverjar verða gestgjafar.


Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér farseðla í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í sumar í París. Hluti handknattleikskeppninnar verður leikin í Lille.

Riðlaskiptin í undankeppninni í apríl og leikstaðir.

Debrecen – Ungverjaland:
Svíþjóð, Ungverjaland, Kamerún, Japan.

Torrevieja – Spánn:
Holland, Tékklandi, Argentína, Spánn.

Neu-Ulm – Þýskaland:
Þýskaland, Svartfjallaland, Slóvenía, Paragvæ.

Sex þjóðir sem þegar eru öruggar um keppnisrétt á ÓL eru:
Frakkland – gestgjafi (heimsmeistari).
Danmörk – frá EM 2022 (silfur).
Suður Kórea – Asía.
Angóla – Afríka.
Brasilía – Suður og mið Ameríka.
Noregur – silfur á HM og Evrópumeistari.

Að loknu Evrópumóti karla í handknattleik í næsta mánuði skýrist fyrir fullt og fast hvaða landslið mætast í forkeppni í karlaflokki sem haldin verður í mars.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -