- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leiktímar staðfestir á handboltaveislu FH og Vals í Kaplakrika

Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Eins og fram kom á dögunum sameinast FH og Valur um leikstað í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla 15. október. Leikir beggja liða það kvöld fara fram í Kaplakrika. Leiktímar leikjanna tveggja hafa verið staðfestir á vef EHF.

Viðureign Vals og Porto hefst klukkan 18.15 og leikur FH og Gummersbach verður flautaður á klukkan 20.30.

Ástæða þess að liðin sameinast um leikstað er sú að aðeins er til einn keppnisdúkur hér á landi sem mætir kröfum Handknattleikssambands Evrópu, EHF.

Mikið verður um dýrðir í Kaplakrika vegna leikjanna og 95 ára afmælis FH þann sama dag.

Leikdagskrá liðanna í riðlakeppninni verður þar með þessi:

Leikjadagskrá FH í riðlakeppni Evrópudeildar: (ísl.leiktímar)
8. október: Fenix Toulouse – FH, kl. 16.45.
15. október: FH – Gummersbach, kl. 20.30 (Kaplakriki).
22. október: FH – IK Sävehof, kl. 16.45 (Kaplakriki).
29. október: IK Sävehof – FH, kl. 17.45.
19. nóvember: Gummersbach – FH. kl. 17.45.
26. nóvember: FH – Fenix Toulouse, kl. 19.45 (Kaplakriki).
-Klukkan verður færð aftur um eina klukkustund í Evrópu aðfaranótt 27. október.
Leikjadagskrá Vals í riðlakeppni Evrópudeildar: (ísl.leiktímar)
8. október: HC Vardar – Valur, kl. 18.45.
15. október: Valur – Porto, kl. 18.15 (Kaplakriki).
22. október: Melsungen – Valur, kl. 18.45.
29. október: Valur – Melsungen, kl. 19.45 (N1-höllin).
19. nóvember: Valur – HC Vardar, kl. 19.45 (N1-höllin).
26. nóvember: FC Porto – Valur. kl.  19.45.
-Klukkan verður færð aftur um eina klukkustund í Evrópu aðfaranótt 27. október.

Sjá einnig: Útsendingaréttur Evrópuleikja FH og Vals hefur verið seldur

FH og Valur sameinast um heimavöll á 95 ára afmælisdegi FH

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -