- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikurinn endurspeglaði síðustu æfingar okkar

Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Þetta er sama og kom fyrir í fyrra. Þá spiluðum við illa og töpuðum illa í Meistarakeppninni  en fórum í gang þegar deildin hófst. Það verður sama upp á teningnum núna þegar deildin byrjar á föstudaginn,“ sagði Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Fram, eftir sjö marka tap liðsins fyrir KA/Þór í Meistarakeppni HSÍ í handknattleik í dag.

Unnur sagði af og frá að um vanmat hafi verið að ræða af hálfu Fram-liðsins. „Síðustu dagar  á æfingum hafa ekkert verið neitt sérstakir af okkar hálfu. Leikurinn bar þess merki. Við höfum ekki alveg fundið taktinn en ég er viss um að annað verður upp á teningnum þegar deildin hefst,“ sagði Unnur en viðurkenndi að Fram-liðið hefði ekki ráðið vel við Rut Jónsdóttur sem gekk til liðs við KA/Þór í sumar eftir 12 ára veru í Danmörku.

„Við þekktum ekki alveg nógu vel til hennar en í síðari hálfleik fannst mér ganga betur hjá okkur að lesa hana og skilja betur hvernig hún sprengdi upp vörnina hjá okkur.

Hinsvegar var margt ekki nógu gott. Okkur gekk vel að kasta og grípa. En við höfum nægan tíma til þess að laga þessi atriði,“ sagði Unnur og benti á að það væri sex mánuðir liðnir frá síðasta leik liðanna, þá í úrslitum bikarkeppninnar. Fram vann þá viðureign með yfirburðum. Vissulega hafa bæði lið tekið breytingum síðan.

„Leikmenn KA/Þórs mættu ógeðslega gráðugar til leiks og léku vel,“ sagði Unnur Ómarsdóttir, leikmaður Fram, í samtali við handbolta.is í Safamýri síðdegis.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -