- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þá getur leikurinn orðið mjög skemmtilegur

Díana Dögg Magnúsdóttir t.h. í baráttu við eina fremstu handknattleikskonu heima, Pauletta Foppa í viðureign Íslands og Frakklands í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Fyrst og fremst verðum við að vera agaðar í okkar leik og spila mjög góðan sóknarleik til viðbótar við að nýta betur þau færi sem við fáum til þess að skora,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona spurð um lykil þess að vinna Angóla í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins í handknattleik í Stavangri á morgun.


„Auk þess verðum við að standa vörnina almennilega. Megum ekki vera eins og hálfgert gatasigti eins og komið hefur fyrir í fyrstu tveimur leikjunum, ekki síst í upphafi leikjanna. Takist okkur betur upp í vörn jafnt sem sókn þá ætti leikurinn á morgun að geta orðið skemmtilegur,“ sagði Díana Dögg sem segir að það hafi jafnt kosti sem galla að vera nýlega búin að mæta Angóla á æfingamóti í Lillehammer fyrir um viku.

Bæði liðin eiga eitthvað uppi í erminni

„Ég veit ekki hversu miklar ályktanir á að draga af vináttuleiknum. Mér finnst sem Angólaliðið hafi ekki verið á fullri ferð í þeim leik, ef miðað er við frammistöðuna gegn Frökkum og Slóvenum hér á HM. Við sýndum heldur ekki á öll okkar vopn í leiknum góða né höfum við teflt öllu fram á HM til þessa,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir sem er eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins klár í slaginn við Angóla á HM á morgun. Sigurlið leiksins fer í milliriðlakeppni HM og heldur til Þrándheims á þriðjudaginn. Tapliðið fer í keppni um forsetabikarinn, sæti 25 til 32 í Frederikshavn á norður Jótlandi.

Viðureign Íslands og Angóla hefst klukkan 17 í dag og verður m.a. hægt að fylgjast með henni í textalýsingu á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -