- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikurinn hrundi í síðari hálfleik

Steinunn Hansdóttir kom til Vensdsyssel á síðasta sumri. Mynd/Vendsyssel
- Auglýsing -

Hvorki gengur né rekur hjá danska úrvalsdeildarliðinu Vendsyssel sem íslensku landsliðskonurnar Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir leika með. Í dag tapaði liðið sínum fjórtánda leik í deildinni á leiktíðinni þegar það mætti Horsens á heimavelli. Lokatölur, 27:19, fyrir Horsens sem var tveimur mörkum undir í hálfleik, 11:9.

Leikur Vendsyssel hrundi í síðari hálfleik og liðið fékk á sig 18 mörk og skorað aðeins átta mörk. Þetta er ekki í fyrsta sinn á leiktíðinni þar sem botninn dettur í leik liðsins þegar kemur fram í síðari hálfleik.

Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk úr tveimur skotum og var einu sinni vísað af leikvelli. Elín Jóna varði níu skot og var með 33,3% hlutfallsmarkvörslu.

Vendsyssel er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig þegar fimmtán leikjum er lokið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -