- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikurinn tímaskekkja – vorum þungir eftir mikla törn

Aron Kristjánsson þjálfari Hauka fylgist með leiknum í kvöld. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við að leikurinn við Val í meistarakeppni HSÍ hafi verið settur á dagskrá í kvöld og það með nokkuð skömmum fyrirvara. Að hans mati hafi verið um tímaskekkju að ræða. Það hafi alls ekki verið inn í skipulaginu eftir þátttöku í tveimur erfiðum æfingamótum, alls sex leikjum, að fara nær rakleitt í meistarakeppni HSÍ. Það hafi sést vel á leik liðsins að þessu sinni.

„Við vorum gjörsamlega búnir eftir síðasta leik í Hafnarfjarðarmótinu á laugardaginn og þess vegna hentaði þessi tímapunktur okkur alls ekki fyrir alvöru keppnisleik,“ sagði Aron sem sagði að fyrir vikið hafi hann litið á viðureignina í kvöld nánast sem æfingaleik.


„Ákefðin var í lagi hjá okkur í kvöld. En það vantaði upp á margt hjá okkur í kvöld. Við vorum eðlilega þungir eftir erfiða æfingalotu upp á síðkastið þar sem við höfðum ekkert tækifæri til að létta aðeins á okkur áður en að honum kom. Ég vissi af þessum sökum þá yrði leikurinn okkur erfiður sem raun varð á þótt eitt og annað hafi verið í allt í lagi hjá okkur,“ sagði Aron.

Geir Guðmundsson gerir sig líklegan til sóknar með Þráinn Orri Jónsson glímir við Alexander Örn Júlíusson. Mynd/HSÍ


Hann sagði menn hafa ekki skilað sér nægilega vel til baka í vörnina í fyrri hálfleik. Fyrir vikið hafi Valsmenn fengið tækifæri til þess að skora of mörg mörk eftir hröð upphlaup og seinni bylgjuna. „Við gerðum of mörg mistök í sóknarleiknum í fyrri hálfleik.


Í síðari hálfleik þá urðum við þyngri auk þess sem Björgvin Páll gerði okkur erfitt fyrir með góðum leik í markinu. Varnarleikurinn var hinsvegar oft góður hjá okkur og Aron Rafn og Stefán stóðu sig vel í markinu.


Valsmenn voru ferskari en við að þessu sinni enda eru þeir á allt öðrum stað í ferlinum en við um þessar mundir. Þeir eru á leið í Evrópuleiki í lok vikunnar. Ég óska þeim góðs gengis í þeim,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is í Origohöllinni við Hlíðarenda í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -