- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lék ekki eftir að hafa runnið úr axlarlið

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik. /BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Eftir sjö ár þá tókst leikmönnum BSV Sachsen Zwickau loksins að vinna Nord Harrislee í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag og það örugglega, 35:24. Díana Dögg Magnúsdóttir leikur mð BSV Sachsen Zwickau. Með sigrinum komst liðið upp í annað sæti deildarinn og er aðeins stigi á eftir Leipzig.

Díana Dögg tók ekkert þátt í leiknum en hún var fyrir því óláni í vikunni að renna fram úr lið á vinstri öxl. Vegna þess að mikill munur var á liðunum að þessu sinni þá fékk Díana Dögg að hvíla sig að þessu sinni en var á bekknum klár í slaginn ef á hefði þurft að halda.

„Ég veit að ég verð orðin 100% fyrir næsta leik. Ég hefði alveg getað spilað þennan leik en þegar við erum komnar þetta mörgum mörkum yfir eftir svo stuttan tíma þá var það eina vitið að vera ekkert að fórna öxlinni,“ sagði Díana Dögg við handbolta.is eftir leikinn. „Ég er með frábæra þjálfara og sjúkraþjálfara sem hugsa vel um mig.“

„Það hefur komið fyrir mig áður að renna svona úr liðinum en aldrei fyrr hef ég verið látin hvíla næsta leik á eftir,” sagði Díana Dögg ennfremur en hún var að hita upp á æfingu þegar hún rann fram úr liðnum.

BSV Sachsen Zwickau leikur við SV Werder Bremen eftir viku en um er að ræða frestaðan leik úr 4. umferð. Annars er keppni í 2. deild komin í frí frá og með helginni vegna EM í handknattleik sem vonir standa til að hefjist í Danmörku 3. desember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -