Elín Klara Þorkelsdóttir og nýir liðsfélagar hennar í IK Sävehöf unnu BK Heid í fyrstu umferð 2. riðils sænsku bikarkeppninnar í kvöld, 41:27, þegar leikið var á heimavelli Heid. Að vanda hefja Svíar keppnistímabilið snemma með riðlakeppni bikarkeppninnar.
Elín Klara skoraði þrjú mörk í leiknum sem Sävehof-liðið hafði nokkra yfirburði í. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 17:14, Elínu og samherjum í hag.
Auk IK Sävehof og BK Heid eiga Kärra og Sävehof sæti í riðli tvö í bikarkeppninni. Leikin verður einföld umferð og komast tvö efstu liðin áfram í 16-liða úrslit sem leikin verða í byrjun vetrar. Riðlakeppni bikarkeppninnar lýkur áður en deildarkeppnin hefst snemma í september.
Næsti leikur IK Sävehof í bikarkeppninni verður gegn Kärra næsta miðvikudag.