- Auglýsing -
- Auglýsing -

Liðsstyrkur til Eyja en blóðtaka hjá Aftureldingu

Sveinn Jose Rivera gengur að fullu til liðs við ÍBV í sumar. Mynd/Raggi Óla

Línumaðurinn sterki, Sveinn Jose Rivera, verður orðinn liðsmaður ÍBV áður en dagurinn er úti samkvæmt heimildum handbolta.is. Sveinn hefur undanfarið rúmt ár verið leikmaður Aftureldingar og tók m.a. þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í Olísdeildinni á þessari leiktíð.

Heimildir handbolta.is herma að tilkynnt verði um komu Sveins til ÍBV síðdegis eða í kvöld.

Sveinn og kona hans, sem er frá Vestmannaeyjum, keyptu íbúðarhúsnæði þar í sumar og eru flutt. Þar af leiðandi stóð ekki til að hann myndi leika mikið með Aftureldingu á keppnistímabilinu.

Sveinn er öflugur línumaður sem lék með Val um árabil og var m.a. í Íslands,- og bikarmeistaraliði Vals 2017, liði sem komst einnig í undanúrslit í Áskorendakeppni Evrópu sama vor. Síðar lék Sveinn með Gróttu hluta úr keppnistímabilinu 2017/2018 og aftur allt tímabilið 2018/2019.

Sveinn skoraði 37 mörk í 20 leikjum með Aftureldingu á síðasta keppnistímabili í Olísdeildinni og hefur þegar skorað eitt mark á þessari leiktíð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -