- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lífleg miðasala á EM karla í Danmörku en alls ekki uppselt

Mikill áhugi er fyrir danska landsliðinu og skal engan undra. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Afar líflega sala hefur verið á aðgöngumiðum á leiki heimsmeistara Danmerkur á Evrópumóti karla í handknattleik sem fram fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi frá 15 janúar til 1. febrúar á næsta ári. Hinsvegar er alltof djúpt í árinni tekið að uppselt sé á einhverja leiki danska landsliðsins á mótinu, þar á meðal úrslitaleikinn, þótt þeir 4.000 miðar sem danska sambandið hafði til sölu á úrslitaleikinn hafi selst allir með tölu á síðustu dögum.

Enn 9.000 miðar eftir

Úrslitaleikurinn fer fram í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi. Keppnishöllin rúmar 13.000 áhorfendur og þar með er ljóst að ennþá eru til um 9.000 miðar á úrslitaleikinn. Þeir miðar sem eftir eru fara í sölu í haust og í byrjun vetrar. Auk þess stjórnar Handknattleikssamband Evrópu miðasölunni og tekur frá a.mk. miða til þess að selja á síðustu stundu til þeirra landa sem eiga lið sem leik um verðlaunasætin þrjú á mótinu.

Dýrari miðar seldust best

Þrátt fyrir að miðaverð á leiki danska landsliðsins á EM 2026 þyki hátt þá seldust dýrustu miðarnir betur en þeir ódýrari. Enn eru til miðar á leiki danska landsliðsins í riðlakeppninni og milliriðlakeppni EM. Reiknað er með að þeir seljist fyrr en síðar áður næstu miðaskammtur kemur í sölu í haust eða byrjun vetrar.

Ljóst er hinsvegar að gríðarlegur áhugi er fyrir leikjum danska landsliðsins á EM sem allir fara fram í Jyske Bank Boxen. Skal engan undra eftir fjóra heimsmeistaratitla í röð þá vilja Danir bæta Evrópumeistaratitlinum í safnið en hann hafa þeir ekki unnið frá 2014.

Íslendingar fara til Kristianstad

Ef íslenska landsiðið tekur þátt í EM á næsta ári, sem góðar líkur eru á, leikur liðið í Kristianstad í riðlakeppninni í upphafi mótsins. Hvar leikir milliriðlakeppninnar fara fram skýrist betur þegar undankeppninni verður lokið og dregið hefur verið í riðla nokkru síðar. Sem stendur þurfa Íslendingar sem ætla að fylgja landsliðinu til Svíþjóðar ekki að óttast miðaskort.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -