- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lífróður í Árósum

Framtíð liðs Århus United hefur verið tryggð og liðið hefur keppni á ný þegar danska úrvalsdeildin hefst aftur á síðustu dögum ársins. Thea Imani Sturludóttir er önnur frá hægri í efri röð. Mynd/FB-síða Århus United
- Auglýsing -

Eins og fram hefur komið á handbolti.is þá blæs ekki byrlega fyrir danska handknattleiksliðinu Aarhus United sem íslenska landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir leikur með. Fjárhagslega stendur félagið á brauðfótum og mikil óvissa ríkir um hvort liðið nær að klára tímabilið. Í raun getur farið svo að liðið taki ekki upp þráðinn eftir áramótin að loknu hléi sem gert verður í desember vegna EM kvenna.

Emma Mogensen einn leikmanna liðsins segir við danska fjölmiðla að ekki komi til greina að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Hún, eins og fleiri, vinnur hörðum höndum, jafnt utan vallar sem innan til þess að bjarga félaginu. Það vantar hið minnsta eina milljón danskra króna inn í reksturinn fyrir árslok til þess að halda áfram rekstri út leiktíðina. Þetta jafngildir um 22 milljónum íslenskra króna.

Fleiri hafa lagst árarnar með stjórn félagsins sem var skipuð á dögunum. Hennar eina hlutverk er að róa lífróður næstu vikur og freista þess að halda lífi í félaginu til lengri tíma. Ljóst er að ekki nægir að ljúka yfirstandandi keppnistímabili. Það væri þó skref í rétta átt, gæfi skjól til að safna kröftum til að takast á við reksturinn til lengri tíma.

„Þetta snýst ekki aðeins um að eiga lið í dönsku úrvalsdeildinni eða komast í úrslitakeppnina, heldur ekki síður fyrir Árósa og eiga til framtíðar flott lið í úrvalsdeild sem allir geta verið stoltir af og sameinast um,” segir Mogensen m.a. við vefinn europamester.dk.

Aarhus United varð til árið 2017 eftir að SK Aarhus var komið að fótum fram fjárhagslega og það því miður ekki í fyrsta sinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -