- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ljósi punkturinn er stigin tvö

Ólafur Bjarki Ragnarsson leikmaður Stjörnunnar. Mynd/Jóhannes Long
- Auglýsing -

„Ljósi punkturinn er sá að við fengum tvö stig. Það var margt í þessum leik sem við getum haldið áfram að byggja á. Við lékum vel í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni, bæði í vörn og sókn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður Stjörnunnar í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir eins marks sigur Stjörnunnar á ÍBV, 30:29, í TM-höllinni í Garðabæ.


„Fyrri hálfleikur var mikið betri hjá okkur, ekki síst í sókninni. Því miður eigum við það ennþá til að hætta að sækja á markið eins og átti sér stað hjá okkur undir lokin á þessum leik. Þá köstum við boltanum frá okkur hvað eftir annað. Eyjamenn láta ekki bjóða sér það tvisvar. Þeir minnkuðu muninn hratt og skyndilega var leikurinn orðinn nánast jafn og spennandi,“ sagði Ólafur Bjarki.


Litlu mátti mun að ÍBV jafnaði metin en liðið átti síðustu sókn leiksins en hún skilaði ekki marki.


„Við verðum að bæta leik okkar áfram og fækka tæknifeilum. Það er að minnsta kosti nóg af leikjum eftir af mótinu. Þess vegna er engin ástæða til að örvænta ef við höldum áfram í rétta átt,“ sagð Ólafur Bjarki en næsti leikur Stjörnunnar verður gegn Aftureldingu að Varmá á fimmtudagskvöldið.


„Ég held að það séu bara tveir leikir í viku fram í júní,“ sagði Ólafur Bjarki sposkur á svip spurður um leikjaálagið sem framundan er í Olísdeildinni.


„Aðalatriðið hjá okkur er að halda áfram að bæta okkar leik, fækka mistökunum og hætta að horfa upp í stúku og lengja þann tíma sem við sækjum á mark andstæðinganna,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson í samtali við handbolta.is í Mýrinni í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -