- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lokahóf: ÍR-ingar settu punkt aftan við tímabilið

Fyrir einn af leikjum ÍR í Olísdeild kvenna í vetur. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Lokahóf handknattleiksdeildar ÍR fór fram að kvöldi síðasta vetrardags. Þar komu saman leikmenn, sjálfboðaliðar og aðrir velunnarar deildarinnar og gerðu upp veturinn. Sjálfboðaliðar deildarinnar fengu þakklætisvott frá félaginu og leikmenn voru verðlaunaðir fyrir framgöngu sína í vetur.

Kvennalið ÍR lék í Olísdeildinni í fyrsta sinn um langt árabil og hafnaði í 5. sæti auk þess að taka þátt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Karlalið ÍR endurheimti í vor sæti sitt í Olísdeildinni eftir eins árs fjarveru.

F.v.: Karen Tinna Demian, Vaka Líf Kristinsdóttir, Sara Dögg Hjaltadóttir, Sylvía Sigríður Jónsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir. Mynd/ÍR

Meistaraflokkur kvenna:
Framfarir: Sylvía Sigríður Jónsdóttir.
Efnilegust: Vaka Líf Kristinsdóttir.
Besti varnamaðurinn: Katrín Tinna Jensdóttir.
Besti sóknarmaðurinn: Sigrún Ása Ásgrímsdóttir.
Besti leikmaðurinn: Sara Dögg Hjaltadóttir.
Verðmætasti leikmaðurinn: Karen Tinna Demian.

F.v.: Jökull Blöndal, Róbert Snær Örvarsson, Rökkvi Pacheco Steinunnarson, Baldur Fritz Bjarnason, Bernard Kristján Darkoh.

Meistaraflokkur karla:
Framfarir: Jökull Blöndal.
Efnilegastur: Bernard Kristján Darkoh.
Besti varnamaðurinn: Rökkvi Pacheco Steinunnarson.
Besti sóknarmaðurinn: Baldur Fritz Bjarnason.
Besti leikmaðurinn: Hrannar Ingi Jóhansson.
Verðmætasti leikmaðurinn: Róbert Snær Örvarsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -