- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lokaorrustan verður við Norður Makedóníu

Íslenska landsliðið mætir landsliði Norður Makedóníu í viðureign um 5. sæti í B-deild EM á morgun. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Landslið Norður Makedóníu verður andstæðingur íslenska landsliðsins á morgun í viðureigninni um 5. sæti í B-deild Evrópumótsins í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri. Leikurinn hefst klukkan 11 og verður hægt að fylgjast með útsendingu frá viðureigninni á ehftv.com, án endurgjalds. Mótið fer fram í Skopje í Norður Makedóníu og því verður andstæðingurinn á heimavelli.


Díana Guðjónsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, sagði við handbolta.is að landslið Norður Makedóníu væri ekki óáþekkt landsliðum Hvíta-Rússland og Póllands að getu en íslenska landsliðið hefur mætt liðum þeirra þjóða fyrr í mótinu.

„Norður-Makedóníuliðið er kannski ekki eins öflugt varnarlega og hin tvö liðin en hefur hinsvegar á að skipa fínum skyttun sem fara í fintur líka og eru snöggar þar og fara á milli eitt og tvö,“ sagði Díana sem var ánægð með leik íslenska liðsins í dag gegn Kósovó. Mikilvægt hafi verið fyrir framhaldið að hægt var að dreifa álaginu mjög vel á milli leikmanna.

Leikmenn landsliðs Norður Maekdóníu í sigurdansi eftir að hafa lagt Finna í dag. Mynd/EHF


Landslið Norður Makedóníu vann landslið Finnlands, 31:25, í dag í kjölfar sigurs Íslands á Kósovó, 37:23. Finnar og Kósovóbúar leika um sjöunda sætið. Landslið Bosníu rekur lestina í 9. sæti.


Í kvöld fæst úr því skorið hvaða landslið mætast í úrslitum. Undanúrslitaleikur mótsins eru framunda þar sem annarsvegar mætast Hvít-Rússar og Hollendingar og hinsvegar Færeyingar og Pólverjar. Færeyska landsliðið hefur komið skemmtilega á óvart í mótinu og unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -