- Auglýsing -
- Auglýsing -

Loksins fögnuðu Íslendingarnir í Drammen

Óskar Ólafsson leikmaður Drammen í Noregi. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Óskar Ólafsson og hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Drammen þegar liðið vann stórsigur á nýliðum Kristiansand, 36:20, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.


Þetta var fyrsti sigur Drammen í deildinni á keppnistímabilinu. Leikur liðsins í kvöld var sá þriðji á keppnistímabilinu.


Örn Vésteinsson Östenberg og félagar í Tønsberg Nøtterøy máttu sætta sig við tap fyrir sputnikliði síðasta keppnistímabils í norsku úrvalsdeildinni, Nærbø, 36:33, í Nye Loen Nærbø. Örn, sem er sonur Vésteins Hafsteinssonar þjálfara Ólympíu- og heimsmeistara í kringlukasti, skoraði ekki mark í leiknum. Tønsberg Nøtterøy er án stiga eftir tvo leiki í norsku úrvalsdeildinni.

Axel gat farið sáttur heim

Axel Stefánsson þjálfari kvennaliðs Storhamar gat hinsvegar farið glaður til síns heima eftir 16 marka sigur Storhamar á Óslóarliðinu Oppsal, 36:20, í úrvalsdeild kvenna í Boligpartner Arena, heimavelli Storhamar. Birta Rún Grétarsdóttir skoraði eitt mark úr vítakasti fyrir Oppsal-liðið sem hefur tvö stig eftir fjóra leiki. Stohamar er með átta stig eftir átta leiki eins og Evrópumeistarar Vipers.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -