- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lovísa átti stórleik þegar Valur fór á toppinn

Lovísa Thompson sækir að vörn Fram í úrslitum bikarkeppninnar í mars. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Lovísa Thompson fór á kostum í dag þegar Valur lagði Stjörnuna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Origo-höllinni, 28:21. Hún skoraði tíu mörk og fór fyrir Valsliðinu sem var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Valur var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:9.


Eva Björk Davíðsdóttir fór einnig á kostum hjá Stjörnunni. Hún skoraði 11 mörk af 21 marki liðsins. Aðeins eitt marka sinn skoraði Eva úr vítakasti.
Valur komst með sigrinum í efsta sæti Olísdeildar. Liðið hefur sex stig að loknum fjórum leikjum. ÍBV, sem átti að leika við Fram í dag, er með fimm stig eftir þrjá leiki og síðan koma Fram og Stjarnan með fjögur stig hvort lið.

Leik Fram og ÍBV sem fram átti að fara í dag en var frestað hefur verið settur á dagskrá klukkan 14 á morgun í íþróttahúsi Fram.

Mörk Vals: Lovísa Thompson 10, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Karlotta Óskarsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Ásdís Þóra Ásgeirsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Mariam Eradze 1, Elína Rósa Magnúsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 11, Helena Rut Örvarsdóttir 7, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -