Landsliðskonan í handknattleik, Lovísa Thompson, hefur að eigin ósk verið leyst undan samning hjá danska úrvalsdeildarliðinu Ringkøbing Håndbold. Félagið tilkynnti þetta í dag.
„Ringkøbing Håndbold er því miður ekki rétta liðið fyrir Lovísu. Af þeirri ástæðu hefur verið komið til móts við ósk Lovísu um að losna undan samningi,“ segir í tilkynningu sem birt er á Facebook-síðu Ringkøbing Håndbold og birtist neðst í þessari frétt.
Lovísa gekk til liðs við Ringkøbing Håndbold í sumar frá Val og hefur leikið með liðinu í fyrstu leikjum þess í dönsku úrvalsdeildinni.
Uppfært: Eftir því sem næst verður komist var lánasamningur um Lovísu á milli Vals og Ringkøbing Håndbold. Lovísa kemur þar með aftur til Vals nema að um annað verði samið.
- Auglýsing -