- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Luku leikárinu með sigurleikjum

Ýmir Örn Gíslason landsliðsmaður og leikmaður Rhein-Neckar Löwen. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslensku landsliðsmennirnir Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason luku leikárinu í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag með sigrum. Meira að segja komust Ýmir Örn og félagar í efsta sæti deildarinnar, alltént um stundarsakir.


Ýmir Örn var allt í öllu í vörn Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann botnlið deildarinnar, ASV Hamm-Westfalen með 10 marka mun á heimavelli, 37:27. Ýmir Örn skoraði ekki mark í leiknum en varði tvö skot í vörninni. Þýski landsliðsmaðurinn Juri Knorr fór á kostum og skoraði 11 mörk og gaf átta stoðsendingar í liði RN-Löwen sem situr í efsta sæti deildarinnar með 29 stig eftir 18 leiki. Füchse Berlin getur endurheimt efsta sætið á morgun með sigri á Rúnari Sigtryggssyni, Viggó Kristjánssyni og félögum í SC DHfK Leipzig í Max Schmeling Halle í Berlin.

Hæverskir við markaskorun

MT Melsungen vann Lemgo á heimavelli, 20:19, í kvöld þar sem varnarleikur og markvarsla var í hávegum höfð. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen og var tvisvar vísað af leikvelli. Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark, átti tvær stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -