- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lunde er bjartsýn á að taka þátt í HM

Katrine Lunde, þrautreyndi markvörður Noregs. Mynd/Stanko Gruden / kolektiff
- Auglýsing -

Katrine Lunde landsliðsmarkvörður heims- og Evrópumeistara Noregs í handknattleik er vonbetri en áður um að hún geti tekið þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst á miðvikudaginn. Lunde hefur verið frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla sem hún varð fyrir í leik með Vipers Kristiansand. Síðan hefur hún verið í kapphlaupi við tímann um að ná mótinu.


Lunde, sem er 42 ára gömul, hefur um langt árabil verið ein af betri markvörðum heims í handknattleik kvenna. Hún hefur oftar en ekki farið á kostum með norska landsliðinu á stórmótum, síðast á EM fyrir ári síðan. Einnig var Lunde valin besti markvörður Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.

Ljóst er að Lunde verður vart með norska landsliðinu í riðlakeppni HM sem hefst á miðvikudaginn. Líklegra er að Lunde mæti til leiks í milliriðlakeppninni. Hún sagði í samtali við fjölmiðla um helgina að útlitið væri gott hjá sér og væntanlega gæti hún farið að æfa af krafti í vikunni.


Heimsmeistararnir mæta Grænlendingum í fyrstu umferð C-riðils í Stavangri, Austurríki á föstudaginn og síðan Suður Kóreu á sunnudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -