- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lunde og Pytlick stóðu upp úr á keppnistímabilinu

Katrine Lunde markvörður Vipers Kristiansand og norska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Katrine Lunde markvörður Evrópumeistarar Vipers Kristiansand og norska landsliðsins og danski handknattleiksmaðurinn Simon Pytlick hjá GOG og danska landsliðinu voru valin mikilvægustu leikmenn keppnistímabilsins í evrópskum handknattleik.

Simon Pytlick mikilvægasti leikmaður keppnistímabilsins í evrópskum handknattleik. Mynd/Uros Hocevar / kolektiff


Handknattleikssamband Evrópu stóð fyrir valinu á meðal áhugafólks um handknattleik í loka keppnistímabilsins. Niðurstöður voru birtar í gær á hátíðarsamkomu í Vínarborg sem einnig var tilkynnt hverjir skipa Heiðurshöll EHF. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru meðal þeirra sem valdir voru, eins og handbolti.is sagði frá í gærkvöld.

Hjónin Ólafur Stefánsson og Kristín Þorsteinsdóttir voru viðstödd hátíðarkvöldverð EHF í gærkvöld. Mynd/Nebojsa Tejic / kolektiff


Nokkrir íslenskir handknattleiksmenn í karlaflokki voru tilnefndir í kjörinu á fremstu handknattleikskörlum ársins. Enginn þeirra hlaut nægan hljómgrunn í kjörinu til þess að komast í úrvalslið keppnistímabilsins. Alls stóð valið á milli 28 leikmanna af hvoru kyni.

Hverjar stóðu upp úr á Evrópumótunum á tímabilinu?

Hreppa Gísli Þorgeir eða Viktor Gísli hnossið?

Í kjöri á efnilegustu leikmönnum tímabilsins urðu Domen Makuc leikmaður Barcelona og Pauletta Foppa hjá Brest Bretagne hlutskörpust.

Úrvalslið kvenna:

  • Vinstra horn: Emma Friis – Danmörku/ Ikast Håndbold.
  • Vinstri skytta: Cristina Neagu – Rúmeníu / CSM Bucuresti.
  • Miðjumaður: Henny Reistad – Noregi / Team Esbjerg.
  • Hægri skytta: Nora Mørk – Noregi / Team Esbjerg.
  • Hægri skytta: Ana Gros – Slóvenía / Györi Audi ETO KC.
  • Hægra horn: Angela Malestein – Hollandi / FTC-Rail Cargo Hungaria.
  • Línumaður: Vilde Ingstad – Noregi / Team Esbjerg.
  • Markvörður/mikilvægust: Katrine Lunde – Noregi / Vipers Kristiansand.
  • Varnarmaður: Kathrine Heindahl – Danmörku / Team Esbjerg.

    Úrvalslið karla:
  • Vinstra horn: Timur Dibirov – Rússlandi / HC PPD Zagreb.
  • Vinstri skytta/mikilvægastur: Simon Pytlick – Danmörku / GOG.
  • Miðjumaður: Luc Steins – Hollandi / Paris Saint-Germain.
  • Hægri skytta: Mathias Gidsel – Danmörku / Füchse Berlin.
  • Hægri horn: Hans Lindberg – Danmörku / Füchse Berlin.
  • Línumaður: Ludovic Fabregas – Frakklandi / Barcelona.
  • Markvörður: Niklas Landin – Danmörku / THW Kiel.
  • Varnarmaður: Thiagus Petrus – Brasilía / Barcelona.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -