- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Maður nýtir þann tíma sem maður fær

- Auglýsing -

„Maður kemur sterkur inn og nýtir þann tíma sem maður fær,” sagði Brynja Katrín Benediktsdóttir línukona U20 ára landsliðsins sem kom inn af krafti í síðari hálfleik í gær, skoraði mörk, vann vítaköst og Ungverja af leikvelli í þeim hörkuleik sem fram fór á leikvellinum við Evrópumeistara Ungverja í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins.

Brynja Katrín og samherjar eru í óða önn að búa sig undir viðureign við Svía á heimsmeistaramótinu í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16. Sigurlið leiksins keppir um 5. sætið á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn við annað hvort landslið Sviss eða Portúgal. Tapliðið leikur um sjöunda sæti við tapliðið úr viðureign Portúgal og Sviss sem eigast við á sama tíma Ísland og Svíþjóða eigast við.

„Við ætlum okkur hundraðprósent að koma okkur í leikinn um fimmta sætið. Við höfum fulla trú á að við getum unnið þær aftur í dag,“ sagði Brynja Katrín um leið og hún rifjaði upp sigur íslenska landsliðsins á Svíum á HM 18 ára landsliða fyrir tveimur árum.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Brynju Katrínu efst í þessari frétt.

Handbolti.is er í Skopje og fylgist með leiknum í textalýsingu úr keppnishöllinni frá klukkan 16. Einnig verður streymi frá leiknum á handbolti.is. Eftir leik verða viðtöl við leikmenn og þjálfara.

HMU20: Dagskrá og úrslit síðustu leikdagana

Yngri landsliðin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -