- Auglýsing -
- Auglýsing -

Maður verður bara að gera sitt besta

- Auglýsing -

„Það er bæði spennandi og mikill heiður fyrir mig að vera í 16 manna hópnum sem fer út í fyrramálið,“ segir Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín annar af tveimur nýliðum í A-landsliðinu í handknattleik kvenna sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í Tékklandi sem hefst á fimmtudaginn. Æfingar og fleira síðustu daga auk leikjanna þriggja í Tékklandi eru liður í fyrsta undirbúningi landsliðsins fyrir þátttöku á Evrópumótinu sem hefst eftir tvo mánuði í Innsbruck í Austurríki.

Alfa Brá, sem leikur með Fram og var í 20 ára landsliðinu sem hreppti í 7. sæti á HM í sumar, hefur tvisvar áður verið valin í landsliðshóp en ekki leikið með. Í vor var hún í æfingahóp fyrir viðureignir gegn Lúxemborg og Færeyjum í undankeppni Evrópumótsins en varð að draga sig til hlés vegna meiðsla.

„Ég er mjög sátt við hvernig tímabilið hefur farið af stað hjá mér og er mjög spennt fyrir næstu dögum með landsliðinu. Það eru tveir mánuðir í stórmót. Maður veit aldrei hvað getur gerst á þeim tíma sem framundan er.

Annars er samkeppnin um stöður í landsliðinu hörð. Margir flottir leikmenn eru fyrir utan hópinn að þessu sinni sem vilja örugglega vera með. Maður verður bara að gera sitt besta þegar tækifæri gefst til,“ segir Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín landsliðskona í handknattleik.

Lengra viðtal við Ölfu Brá efst í þessari frétt.

Landsliðshópurinn sem fer til Tékklands:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (59/2).
Hafdís Renötudóttir, Valur (58/4).
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir, Fram (0/0).
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (52/76).
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (52/73).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (19/43).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (12/29).
Elísa Elíasdóttir, Val (15/14).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (15/11).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu (0/0).
Lilja Ágústsdóttir, Val (24/18).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (48/92).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (47/65).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (90/65).
Thea Imani Sturludóttir, Val (78/170).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (137/399).

Leikirnir á mótinu í Cheb í Tékklandi:
26. september: Tékkland - Ísland, kl. 17.
27. september: Ísland - Házená Kynžvart, kl. 15.
28. september: Ísland - Pólland, kl. 11.
- Egyptar hættu við þátttöku.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -