- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Mæta Grikkjum á sunnudag – Egyptum á mánudag

Íslenska landsliðið sem komið er í milliriðil á HM í handknattleik 21 árs landsliða. Á myndina vantar Jón Þórarinn Þorsteinsson. Aftari röð f.v.: Tryggvi Þórisson, Kristófer Máni Jónasson, Andri Már Rúnarsson, Róbert Snær Örvarsson, Adam Thorstensen, Brynjar Vignir Sigurjónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson, Arnór Viðarsson, Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson. Fremri röð f.v. Benedikt Gunnar Óskarson, Einar Bragi Aðalsteinsson, Símon Michael Guðjónsson, Andri Finnsson, Stefán Orri Arnalds og Jóhannes Berg Andrason. Mynd/IHF/Jozo Cabraja
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætir Grikkjum á sunnudaginn í fyrri viðureign sinni í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Flautað verður til leiks klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Áfram verður leikið í Aþenu.

Daginn eftir leikur íslenska liðið við Egypta. Viðureignin sú byrjar einnig klukkan 14.30.

Egyptar og Íslendingar hefja leik með tvö stig en Grikkir og Serbar verða án stiga.

Í milliriðlum verða 16 lið. Þeim hefur verið raðað niður í fjóra fjögurra liða riðla.

Tvö efstu í átta liða úrslit

Eftir að milliriðlakeppninni lýkur á mánudag fara tvö efstu lið hvers riðils áfram í átta liða úrslitum sem leikin verða í Max-Schmeling Halle í Berlin á næsta fimmtudag. Sigur í öðrum hvorum leiknum mun að öllum líkindum nægja þeim liðum sem byrja með tvö stig til að komast í átta liða úrslit.

Tvö neðstu lið hvers milliriðils leika um níunda til sextánda sæti mótsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -