- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mæta Sviss á miðvikudagskvöld

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eftir að ljóst varð að íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins með því að hafna í öðru sæti í F-riðli þá er ljóst að liðið mætir Sviss í fyrstu umferð. Liðin úr F-riðli krossa við liðin í E-riðli þar sem Frakkar urðu efstir, Norðmenn aðrir og Svisslendingar í þriðja sæti.

Leikir Íslands í milliriðli HM:

Miðvikudagur 20. jan.: Ísland – Sviss, kl.14.30.
Föstudagur 22. jan.: Ísland – Frakkland, kl. 17.
Sunnudagur 24 jan.: Ísland – Noregur, kl 17.

Milliriðlarnir verða fjórir og fara tvö efstu úr hverjum þeirra áfram í átta liða úrslit þar sem útsláttarkeppni verður um sæti í undanúrslitum. Tvö neðstu hvers milliriðils halda heim á leið eftir sunnudagsleikina.

Staðan í riðlinum verður þessi:

Portúgal 4 stig
Frakkland 4 stig
Ísland 2 stig
Noregur 2 stig
Sviss án stiga
Alsír án stiga

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -