- Auglýsing -
Stjarnan varð fyrir blóðtöku í dag þegar ljóst varð að hornamaðurinn lipri, Dagur Gautason, leikur ekki með liðinu næstu sex til níu vikur. Hann verður þar með ekki með Stjörnunni þegar hans fyrri samherjar í KA mæta í TM-höllina á föstudagskvöld í 4. umferð Olísdeildarinnar.
Dagur tognaði á hné í viðureign Stjörnunnar og Hauka í Olísdeildinni á föstudaginn síðasta. Nú hefur fengist staðfest að hann verður að taka því rólega, alltént ekki leika handknattleik, næstu vikur, hugsanlega fram í desember.
Dagur er markahæsti leikmaður Stjörnunnar með 15 mörk eftir leikina þrjá í deildinni. Hann kom til Garðbæinga í sumar frá KA.
- Auglýsing -