- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mætum kokkí í fyrsta leik

Aron Pálmarsson á æfingu landsliðsins í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ástandið á okkur er mjög gott eftir að hafa náð að dreifa mjög álaginu í leikjunum tveimur við Austurríki,” sagði Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is í München í kvöld að lokinni fyrstu æfingu liðsins eftir komuna til höfuðborgar Bæjaralands í dag.

Tveir dagar eru í stóru stundina, íslenska landsliðið mætir Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla.

Aron sagði mikilvægt að vinna leikina í Austurríki og koma inn með hugarfari sigurvegarans inn á stórmótið sem hófst í kvöld með tveimur leikjum. „Það er annað að leika æfingaleiki en mótsleiki,” sagði Aron. „Engu að síður er það gott fyrir liðið að mæta til leiks með sigra í farteskinu,” sagði Aron ennfremur.

„Okkur líður vel, skipulagið er gott og allir í toppstandi. Við mætum kokkí í fyrsta leik,” sagði Aron Pálmarson fyrirliði landsliðsins í samtali í handbolta.is í kvöld. Hljóðupptöku af lengra viðtali við Aron er finna hér fyrir neðan.


EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12.jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14.jan.: Ísland – Svartfj. land, kl. 17.
16.jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -