- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Markvarslan betri en áður – Gott par og góður undirbúningur

- Auglýsing -

„Það gekk reyndar mjög vel hjá öllu liðinu en markverðirnir sem snúa að mér stóðu sig mjög vel,” sagði Jóhann Ingi Guðmundsson markvarðaþjálfari U20 ára landsliðs kvenna sem lauk keppni á heimsmeistaramótinu í gær með sigri á Sviss, 29:26, í leiknum um 7. sæti mótsins. Jóhann Ingi hefur séð um markvarðaþjálfun og undirbúing þeirra, ekki aðeins meðan mótið hefur farið fram heldur einnig í aðdraganda þess en nokkrum sinnum var komið saman til æfingahelga í vetur. Jóhann hefur verið hluti af þjálfarateymi þessa árgangs undanfarin ár.

Jóhann Ingi segir ástæða þess að markvarslan er betri en stundum áður sé m.a. góður varnarleikur sem er lykilatriði til þess að markvörður nái sé á strik. „Svo höfum við, ég og markverðirnir Anna Karólína Ingadóttir og Ethel Gyða Bjanasen undirbúið okkur mjög vel fyrir alla leiki. Auk þess þá gekk vel frá byrjun og það leiðir til þess að markverðirnir taka með sér sjálfstraust inn í næsta leik á eftir, ekki síst þegar svona stutt er á milli leikja,“ sagði Jóhann Ingi og benti á þá staðreynd að íslenska liðið hafi verið með bestu hlutfallsmarkvörsluna eftir riðla- og milliriðlakeppnina. Slíkt er ekki algengt hjá íslenskum markvörðum.

Öflugt par með allt upp á tíu

„Ég vil nota tækifærið og hrósa stelpunum fyrir frammistöðuna. Ethel Gyða lék mest. Hún hefur verið mjög stöðug og mikilvæg fyrir þetta lið, ekki bara að þessu sinni, heldur undanfarin ár.

Anna Karólína myndaði mjög gott markvarðapar með henni í þessari keppni og nýtti vel þann tíma sem hún hefur fengið. Vegna þess að Ethel var mjög stabíl þá kom meiri leiktími í hennar hlut. Anna gerði mjög vel þegar á þurfti að halda. Var til dæmis með 60% markvörslu í leiknum við Bandaríkin og kom síðan til leiks þegar á þurfti að halda og varði m.a. oft vítaköst á mikilvægum tímum í leikjum. Þær bara mynduðu gott par þar sem allt var upp á tíu,“ sagði Jóhann Ingi.

Í viðtalinu segir Jóhann Ingi ennfremur frá í hverju starf hans sem markvarðaþjálfari er fólgið á stórmótum og einnig um aukið vægi markvarðaþjálfara hjá félagsliðum sem hann segir að hafi verið gefinn meiri gaumur undanfarin ár en alltaf megi gera betur.

Lengra viðtal er við Jóhann Inga er efst í þessari frétt.

Sigur á Sviss í lokaleiknum – 7. sætið á HM í höfn

HMU20: Dagskrá og úrslit síðustu leikdagana

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -